Phoenix International School

Velkomin í Phoenix International School

Phoenix er einstakur alþjóðlegur breskur skóli. Hann er það lítill að allir nemendur innan hans þekkjast, en einnig það stór að hann býður uppá breitt úrval námsfaga, tækifæra og hæfni. Hér muntu finna fólk af mörgum þjóðernum sem vinna og læra saman í sátt og samlyndi.

Stefnuyfirlýsing okkar:

Að meta hvert barn sem þann færa einstakling sem það er, aðstoða það við að ná hámarks árangri með því að veita enska og spænska menntun í hæsta gæðaflokki í litlu samfélagi.

Um leið og þú stígur fæti inn í Phoenix International School, finnur þú fyrir þeirri jákvæðu orku sem þar ríkir í gegnum nemendur og starfsfólk. Skólinn býður upp á hlýtt og hvetjandi umhverfi fyrir nemendur á öllum lífsskeiðum. Vegna þess hversu fámennir bekkirnir eru (ekki fleiri en 15 nemendur í bekk), verður kennslan einstaklingsbundin og tryggir þannig að hver og einn nemandi fær að njóta sín til fulls, svala forvitni sinni og kanna umhverfið. Hvert barn í Phoenix International School veit að það skiptir máli, hver sem bakgrunnur þeirra er. Þau eru sjálfsöruggir og glaðir einstaklingar sem njóta námsreynslunnar til fulls.

Staðsettur í hjarta San Miguel á Costa Blanca, þjónar skólinn nemendum í Torrevieja, Orihuela Costa og aðliggjandi hverfum. Skólinn býður upp á nám fyrir nemendur frá þriggja til átján ára aldurs og skiptist þannig í mismunandi námsstig eftir aldri; í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Kennt er eftir breskri námsskrá (British National Curriculum) og er skólinn viðurkenndur af NABSS (The National Association of British Schools in Spain). Skólinn er einnig skráður hjá The Pearson/Edexcel Examination Board. Ólíkt mörgum öðrum skólum á svæðinu, hefur skólinn aldrei krafist inntökuprófs heldur býður frekar upp á krefjandi umhverfi þar sem nemendur eru hvattir til að reyna sitt ýtrasta til þess að ná besta mögulega námsárangri. Þessi sérstaka nálgun sýnir sig endurtekið í framúrskarandi árangri í prófum, sem er hærri en meðaltalið í Bretlandi til margra ára.

Skólinn er öruggur um hæfni sína til að laða fram það besta í nemendum og býður því öllum foreldum að senda barnið sitt á kynningardag til reynslu án endurgjalds. Börnin koma þá í skólann í einn dag, kynnast samnemendum, hitta kennarana og átta sig á hvernig skóladagurinn gengur fyrir sig áður en foreldrarnir skuldbinda sig fjárhagslega. Ef þið hafið áhuga á því að panta tíma til þess að koma og heimsækja skólann eða að skrá barnið ykkar á kynningardag án endurgjalds, hikið þá ekki við að hafa samband við okkur og við munum ræða þarfir ykkar og væntingar með ánægju.

Vinsamlegast hafið samband við okkur til þess að skipuleggja heimsókn og hafið í huga að flestir kennara okkar tala ensku og/eða spænsku.

Takk fyrir að lesa þetta, þér er velkomið að halda áfram að skoða heimsíðuna okkar. Við biðjumst velvirðingar, en hinar síðurnar eru einungis á ensku.

Close Menu

A Level Results
94% Overall Pass Rate - August 2018